Að raða á plötu

Það gekk svo vel að taka upp akústísk hljóðfæri og lagfæringar í gær að við erum byrjaðir að hljóðblanda. Eitt lag - „Flogin er finka“ - er meiraðsegja alveg tilbúið.

Upptökum er þó ekki alveg lokið, enn á eftir að taka upp klarínettu í eitt lag og bakraddir í þrjú eða fjögur. Sem stendur er þó verið að hljóðblanda lagið „Taktlaus“ (sem einhverjir þekkja kannski undir eldra heiti sem „Can't Dance“). Miðað við þennan gang stefnir allt í að platan verði alveg tilbúin í lok mánaðarins og hún ætti því að komast glóðvolg í hendur ykkar í október.

Ég (Atli) er algjör perri þegar kemur að því að raða lögum á plötu og hef verið að missa svefn yfir því  undanfarnar tólf vikur eða þarumbil. Áður en við byrjuðum að taka upp var ég nokkurn veginn búinn að setja þetta niður fyrir mér en eftir að hafa hlustað á grófar útgáfur af lögunum aftur og aftur í þeirri röð hef ég gert umtalsverðar lagfæringar og ég held að þetta muni smella á næstu dögum.

Mig langar til að ramma plötuna inn með tveimur frekar rólegum lögum, „Frá gleymdu vori“ og fyrrnefndu „Flogin er finka“. Bæði lögin skipa árstíðunum í öndvegi og þar sem árstíðirnar eru líka áberandi í mörgum öðrum textum („Keyrum yfir Ísland,“ „Verum í sambandi,“ „Hamingja,“ ...) finnst mér þetta skemmtileg leið til að undirstrika hreyfinguna sem verður í tíma meðan plötunni vindur áfram, þótt hún sé ekki línuleg. Lögin tvö eru líka það áberandi rólegasta á plötunni og ég held að það sé alltaf gott að byrja af yfirvegun á hlutunum.

Plötur eiga að segja sögu. Þær eru einsog stórsaga utan um margar smærri sögur sem eru lögin sjálf.  Það þýðir ekki að þær eigi að vera proggaðar konsept-plötur og raunar leggjum við nokkuð upp úr því að þessi fyrsta plata okkar sé fyrst og síðast safn laga. En til að safn laga virki sem heild þarf að vera einhverskonar bygging - það þarf að vera ris, fjöll og dalir, án þess að platan verði einsog normalkúrva í laginu - hér gildir að láta fjölbreytnina ráða. Þá þurfa skil milli hraða og stemmningar að vera falleg án þess að vera fyrirsjáanleg. Það er því að ýmsu að huga, en ég held að það sem við erum búnir að leggja niður verði algjört dúndur og muni koma aðdáendum okkar og öðrum skemmtilega á óvart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Joensen

kannski er það af því að ég er í Færeyjum, en einhverra hluta vegna þá las ég titilinn "flogin er finka" með færeyskum hreim í huganum, og þurfti að lesa hann alveg þrisvar í viðbót og einu sinni upphátt til að ná þessu rétt.

þetta verður mega vinsælt í Færeyjum.

Alma Joensen, 16.8.2007 kl. 18:21

2 identicon

Vinsælt í Færeyjum??? Líklegt. Hvað ert þú annars að gera í Færeyjum?? Éta lunda og fokkast? Fáránlegt.

Krissi_B (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 09:23

3 identicon

Ókei ef þú ert plötuperri þá þekki ég einn gæa sem er miklu meiri pierri en þú. hann tók einu sinni upp plötu og var að raða lögum á plötuna í margt vikur. og niðurstaðan var léleg. en mér finnst best að hafa lögin eftir leng.d hvað er annars lengsta lagið ykkar?  það á að vera fyrst og svo þriðja stysta, síðan kannski næstlengsta og þar á eftir fimmta stysta. síðan má ráð hvort er fjórða lengsta eða næststysta en alltaf að enda á þriðja lengsta. Þanig eru allar góðar plötur hvort sem það er rokk eða popp eða rappp!

doddi bjö (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:57

4 identicon

HRINGIÐ Í MIG. ÉG VEIT NÁKVÆMLEGA HVENIG Á AÐ RAÐA PLTÖUM UPP OG LÖGUM Á DISKA. 899-2021. HRINGIÐ FÁVITARNIR YKKAR!!!!!!!!! ANNARSverður þetta ööööööömurleg plata....eða var ég að plata? NAUTIÐ

Ásgeir Naut (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 22:00

5 identicon

Það er eintóm snilld sem vellur inn á þetta kommentakerfi. Þið kannski látið þetta allt fylgja plötunni? Annars mæli ég með svokölluðu jakebox-hulstri, sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Jewel_case#Jakebox

Held að það færi ykkur vel.

Stígur Helgason (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband