Dagur 1

Okkur fannst eiginlega alveg nauðsynlegt að skrásetja upptökuferlið eins og hægt var. Hér munum við semsagt setja niður fréttir úr upptökuferlinu, henda inn myndum, grínast, prakkarast, og almennt búa til minningar handa okkur og hinum sem áhuga hafa.

Sprengjuhöllin er komin í stúdíó. Við erum í Gróðurhúsi Valgeirs Sigurðssonar í Breiðholtinu ásamt her aðstoðarmanna. Til stendur að útbúa listrænt stórvirki til útgáfu í haust. Sem stendur er verið að stilla upp græjum og hljóðnemum, stinga snúrum hingað og þangað, snúa segulbandi, hamra á lyklaborð, margt skrafað, og við erum að hlusta á nokkur af uppáhaldslögunum okkar til að komast í gírinn. Myndavélin er víðs fjarri en við lofum henni á morgun. Í bili verður laptop-augað að nægja: 

Í upphafi


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað eretta? Velkomin í Sprengjuhöllina hva? Er þetta einhver hljómsveit að reyna að blogga eikka?. Síðast þegar ég vissi áttu hljómmsveitir að gefa út diska og spela á tónleikum en ekki gera blogg. Fín mynd samt. Vonandi kemur diskur fljótt.BUBBIK

bubbik (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 13:22

2 identicon

Fyrst að platan er tekin upp í Breiðholti nær hún án nokkurs vafa platínusölu.


gangi ykkur vel, hlakka til að heyra nýtt efni.

Gummi Jóh (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 13:40

3 identicon

ó mæ en dásamlegt. fylgist spennt með.

hilda (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:56

4 identicon

Hæ strákar aftur og enn.. Ég er nú bara ánægður fyrir ykkur að þið fóruð ekki til baunans með músikina.

Annars... hver er hann Valgeir í.....gróðurhúsinu?????að taka upp???í gróðurhúsi..þá vona ég að hann hætti nú fyrir alvöru að rigna í Breiðholtinu ...

Vona að dæmið gangi upp hjá Valgeiri...hélt að þið hefðuð frestað diskinum???eða farið í sundlaugina í Mosó......

Nú... ef allt bregst  þá er ég til í slaginn .... eins og alltaf....

Bið að heilsa Georg og vona að hann  nái sér fljótt..

Ég mun fylgjast með hér frá Hollandi.

Blessaðir í bili.

Icey. 

Icey. (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 19:13

5 identicon

Meðan ég man... ef þið farið á myspace    theicikles/  þá getið þið séð hvar og hvernig ég bý....photos...og upptökudótið líka...

Icey. 

Icey. (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband