24.7.2007 | 10:22
Dagur 2
Gærdagurinn fór að mestu í að stilla upp hljóðfærunum og finna rétta sándið fyrir grunnana. Eftir kvöldmat í gær tókst okkur þó að taka upp tvo grunna. Það voru grunnar að lögunum "Can't Dance" sem mun heita "Taktlaus" á íslensku og laginu "Babarab" sem hefur enn ekki fengið nafn. Ég stakk upp á nafninu "Barbapabbi" en strákarnir neituðu því. Georg vill að lagið heiti "Bí bí og blaka" en okkur finnst það líka lélegt.
Í dag ætlum við að halda áfram að taka upp grunna. Stefnan er sett á að taka upp grunna að lögunum: "Síðasta bloggfærsla ljóshærða drengsins", "Hamingja", "My Date at Six" sem heitir "Partí-öld" á á íslensku, "All the Horses are Gone" sem hefur ekki enn fengið nafn á íslensku og "Keyrum yfir Ísland" sem er nýtt lag.
Þegar talað er um "grunn" á lögum er ekki alltaf átt við nákvæmlega sama hlutinn. Sumir láta nægja að taka upp trommur, bassa og kannski ryþmagítar saman sem grunn, en við tökum einnig upp hljómborð og kassagítar þar sem það á við. Þessi hljóðfæri eru sem sagt tekin upp öll saman "live".
Annars höfum við þann háttinn á við þessar upptökur að við verðum hérna í tæpa viku núna, og svo aftur viku í ágúst. Núna stefnum við að því að klára grunnanna að lögunum ellefu sem við þurfum að taka upp fyrir plötuna (við höfum tekið upp tvö lög áður og lögin verða því þrettán í allt). Í ágúst munum við svo taka upp "over-dub", þ.e. fullt af aukahljóðfærum, söng, röddum og rugli. BEB
Athugasemdir
Þettta er mjög fróðlegur pistill. Takk. Núna skil ég hvernig þtta virkar alltsaman.
bubbik (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 10:29
Djöfull get ég ekki beðið eftir að heyra "Partí-öld". Ógeðslega gott lag!
glitnir6 (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 12:14
Á eitt lagið að heita "Keyrum yfir Ísland"? Djöfull er það skrítið, sérstaklega í ljósi þess að miðhluti Íslands er hálendi og því erfitt að "keyra yfir það". Hvernig bíl erum við samt að tala um hérna? Hummer myndi kannski meika þetta, eða upphækkaður Landcruiser + einhverskonar tjúnaður GMC. En samt, þið eruð fávitar. Fíla samt þarna lagið ykkar "verum í sambandi". Það er ógeðslega mikil snilld.
arnipoulsen (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.