25.7.2007 | 16:17
Dr. Phieffer og vitrunin!
Sýkingin sem næstum því gékk að mér dauðum fyrsta daginn var hætt öllum mótþróa og var að gefa eftir í baráttunni við lyfin sem sprautuð voru í botninn minn þegar að röndin var að nálgast hjarta stað. Á sömu hendi á ég núna við annað vandamál að stríða. Svo virðist vera að hún hafi farið alvarlega úr lið. "Glúmur" er erfiður viðfangs og í öllum hamaganginum virðist sem ég hafi þvingað hana í úr festingunni. Bergur Ebbi var að reyna að koma ykkur inní málið í síðustu færslu en auðvitað var fréttafluttningurinn frekar óljós og er ég því að með þessari færslu að reyna að skýra þetta betur fyrir ykkur. Ég hélt fyrst að Varúlfur hefði komið á flugi með brýndar vígtennur aftan að mér eða jafnvel hrökkál eða önnur kynjavera. En samt var ég ekki með neitt opið sár eða bitför heldur lá handleggurinn í einhversskonar slaufu út á hlið. Sársaukanum ætla ég ekki að reyna að lýsa. En í kvölum mínum í sturtu klefanum fór ég að sjá sýnir, hvað svo sem að varð þess valdandi. Jafnvel að það hafi verið sársaukinn!? En ég sá Michael Schumacher sitjast uppí formúlu bíl og veifa mér. Hann var með geisla baug og bjarnarklær og ullaði á mig. Ég ætla ekki að reyna að útskýra þetta sjálfur. En ég væri mjög spenntur fyrir því að einhver lesandi gæti reynt að rína í þessa vitrun.
En á þessum tímapunkti var ég komast aftur til meðvitundar og áttaði mig á því að maður á stærð við Hogward í Harry Potter var að munda nál á stærð við trommukjuða. Í eitt augnablik hélt ég að hann væri að lóga mér, að hann væri bara að binda enda á allar mínar þjáningar með einhverju góðu Gift-i. Breiðholtið nötraði allt, Veinið heyrðist víst á Seltjarnanes líka. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að gera þetta Leathal Wepon style þá var ég sem sagt deyfður og kipptur afur í liðinn af færum lækni úr Heilsugæslunni í Mjódd. Kann ég honum bestu þakkir (ég drep hann) fyrir alla kvölina. Núna er handleggurin á mér allavega ekki lengur í slaufu heldur í einhverskonar sæmilegu prik-formi. Frábært. Ég held þá víst áfram. Ég sem var farinn að hlakka til að horfa á Lost á DVD á Borgarspítalanum eins og búið var að lofa mér. Kannski ég slasi mig bara eitthvað "óvart" fljótlega. Bíðum bara og sjáum. Bestu kveðjur, Goggi K.
En á þessum tímapunkti var ég komast aftur til meðvitundar og áttaði mig á því að maður á stærð við Hogward í Harry Potter var að munda nál á stærð við trommukjuða. Í eitt augnablik hélt ég að hann væri að lóga mér, að hann væri bara að binda enda á allar mínar þjáningar með einhverju góðu Gift-i. Breiðholtið nötraði allt, Veinið heyrðist víst á Seltjarnanes líka. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að gera þetta Leathal Wepon style þá var ég sem sagt deyfður og kipptur afur í liðinn af færum lækni úr Heilsugæslunni í Mjódd. Kann ég honum bestu þakkir (ég drep hann) fyrir alla kvölina. Núna er handleggurin á mér allavega ekki lengur í slaufu heldur í einhverskonar sæmilegu prik-formi. Frábært. Ég held þá víst áfram. Ég sem var farinn að hlakka til að horfa á Lost á DVD á Borgarspítalanum eins og búið var að lofa mér. Kannski ég slasi mig bara eitthvað "óvart" fljótlega. Bíðum bara og sjáum. Bestu kveðjur, Goggi K.
Athugasemdir
Guð minn góður! Hvað er að heyra?! Er þetta satt? Ég vona að Georg hafi það gott og liggi ekki bara þarna í einhverju lyfjamóki:( Vonandi hefur þetta ekki áhrif á upptökurnar. Ég get ekki beðið eftir að heyra plötuna. Mjá!
Sonja K (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:21
Nýjar fréttir. Tognunar/úrliðunar-brakið náðist víst á tape. Kannski munum við láta það fljóta með á upptökunni á plötunni. BEB
Bergur Ebbi (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:22
jiii ég vona að þú jafnir þig goggi minn. ef ekki þá get ég huggað þig með því að sunddótið þitt, sem þú ert væntanlega búinn að hafa miklar áhyggjur af, er heima hjá okkur. síðan þú gleymdir því í bílnum okkar á ísafirði. á páskunum. þessar fréttir hljóta að lina sársaukann, ég trúi ekki öðru.
ps. ertu að meina hagrid í harry potter? nei bara.....
hilda (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.