Dagur 4

Í gær kláruðum við alla grunna og byrjuðum að over-duba sum lögin með auka-gítar, píanói og fleiru. Í dag munum við svo líklega byrja á söng og kannski líka taka upp nokkur öskur. Í gær ætluðum við að taka upp mjálm í ketti en fengum hann ekki til að segja neitt. Á endanum náðum við samt að taka upp spennandi urr úr kettinum sem við munum örugglega nota í eitthvert laganna. Valgeir upptökustjóri fékk að vísu þá hugmynd að henda öðrum ketti inn í hljóðklefann með kettinum okkar. Hann sagði að það væri oft grár síamsköttur á vappi í hverfinu og við þyrftum bara að góma hann og láta kettina tvo tala saman. Við svipuðumst um eftir síamskettinum en fundum hann ekki. Ég sá hann samt um daginn. Hann er mjög skrítinn. Grár á litinn en svartur á löppunum og í andlitinu. Úr fjarlægð lítur þetta út eins og kötturinn sé í svörtum stígvélum og með grímu á andlitinu. Það er frekar dularfullt. Við segjum meira frá þessum ketti síðar.

Georg er kominn aftur á bassann eftir vafasama tognun í gær. Við þurfum að vísu ólíklega að taka upp meiri bassa, en það er gott að hafa Gogga hérna í góðum gír til að taka upp raddir, sérstaklega þegar hann er í svona skemmtilegu lyfjamóki eftir allar töflurnar frá lækninum í gær. Goggi fór til dæmis ekkert heim í gær heldur svaf hann standandi inn í hljóðklefa með hendurnar krosslagðar að brjósti. Mjög eðlilegt. Við komum allavega að honum svona í morgun með lokuð augun. Ég veit ekki meira. BEB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband