Dagur 5. Maður með gleuraugu kýldur.

Núna erum við löngu búnir með grunnana að öllum lögunum og erum því aðallega að fást við tvennt. Annarsvegar hundleiðinlegt fiff, auto-tune, filter-vax bullshit sem gerist allt í tölvunni og hinsvegar allskonar skemmtilegt grín. Mér finnst grínið skemmtilegra. Atla finnst bæði skemmtilegt. Í gær unnum við mikið í laginu "Síðasta bloggfærsla ljóshærða drengsins". Við vorum búnir að ákveða að taka upp hljóðið í lyklum að detta og gerðum það. "Lyklar að detta" hljóma hinsvegar ekki eins og "lyklar að detta" þegar það er tekið upp heldur eins "maður með gleraugu kýldur" . Þetta er alveg satt. Við settum þetta hljóð inn í lagið og fyrir vikið varð lagið ógeðslega aggressívt. Hvað er aggressívara en að kýla mann með gleraugu? Það er svo svakalegt. Fyrst heyrist "hviss" þegar hnefinn svífur í gegnum loftið. Svo "þömp" þegar hann lendir á gleraugunum og andlitinu og svo stutt "krsjs" þegar gleraugun brotna inn í andlitið. Þetta er einum of svakalegt og eitthvað svo mjög rangt. Allavega. Við erum með svona hljóð í byrjun á laginu "Síðasta bloggfærsla ljóshærða drengsins". Svo færðum við okkur upp á skaftið og stilltum upp mækum hérna úti í porti og brutum flöskur og tókum hljóðið upp. Við notuðum sjúskaðar Budweiser Budwar flöskur (alveg eins og þeir eru með á Sirkus). Hljóðin sem komu voru algert konfekt og við notum þau mikið í laginu. Auk þess notum við urr úr kettinum mínum og ýmislegt annað gúmmelaði. Þetta verður alger barbecue-sósa komma bomberebomberebom!

Það fyndnasta í þessu öllu er samt að okkur hefur ekki ennþá tekist að koma bræðrunum Míó og Valgeiri á óvart með neinu sem við höfum stungið upp á. Þetta eru gæjar sem hafa prófað allt þegar kemur að sánd og flipp málum í hljóðveri. Úlala. I mean it! Þegar ég sagðist ætla að taka upp kött sagði Valgeir bara "Er það Síams?" Það var það eina sem hann sagði. Hversu vant er það? Ha! BEB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög hættulegt að kýla menn með gleraugu. Hvernig dettur ykkur í hug að gera grín að því? Ég las nýlega skýrslu um þessi mál og þar kemur fram að í Bandaríkjunum deyja árlega nokkrir tugir manna vegna þess að þeir eru kýldir með gleraugu. Ef þeir hefðu ekki verið með gleraugu hefðu þeir sloppið með skrámur. Hvað segir þetta okkur? Annaðhvort að þessir menn eru heimskir að vera með gleraugu, eða að það er hættulegt að kýla slíka menn. Ég held hið seinna. Sjálfur nota ég gleraugu og tel mig ekki vera áhættufíkil fyrir vikið. Mér STÖKKBRÁ að lesa þessa dónalegu færslu frá ykkur. Hvaða skilaboð eru þetta. Sprengjuhöllin segir ÞAÐ ER TÖFF AÐ KÝLA FÓLK MEÐ GLERAUGU. Eruð þið fávitar? Það ætti að kæra ykkur til landlæknis gerpin ykkar? Þetta eru samt flottar pælingar hjá ykkur. Sniðugt að taka upp hljóð í ketti og setja inn í lög. Sérstaklega ef þetta eru urr og eitthvað því þá líður kettinum illa og þá líður mér vel. Ég hata ketti. Ógeðsleg kvikindi. Þið eruð snillingar ef þið eruð að pína slíka. Þetta verður alger snilldar diskur. Ég ætla að hlusta á hann í köku. Væri samt fínt ef þið gætuð sent mér hann frítt, eða hringt í mig og látið mig heyra lögin í gegnum síma eða eitthvað. Ég elska þessa tónlist. Sérstaklega lagið "Glúmur" sem ég heyrði á tónleikum fyrir löngu síðan og hef aldrei gleymt því. Heyri það í höfði mínu áður en ég fer að sofa. Love this stuff. Þið eruð snillingar. Keep up the good work. Skál! -NAUTIÐ

Ásgeir Naut (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband