Sprengjó á Miklatúni

Ha? Munum við spila á Rásar tvö tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt? Það hefur enginn, ENGINN, minnst á það við okkur!

Djók. Við hlökkum til að spila á Miklatúni (já þetta heitir Miklatún en ekki Klambratún krúttdúllurnar ykkar). Við lofum miklu fjöri, gríni og grilli (ætlum að grilla pylsur handa 15 þúsund manns á sviðinu).

Þetta verða frábærir tónleikar og við vonumst til að sjá sem flesta. Við munum horfa yfir áhorfendaskarann og fylgjast með hvort þú sért ekki örugglega þar, hver sem þú ert...passaðu þig bara...við fylgjumst með þér.


mbl.is Miklatún á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki beðið eftir að sjá ykkur á Klambró!!!

Saedisosk (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband