Búnir í bili

Þá er fyrri hluti upptökuferils okkar liðinn. Okkur hefur tekist það sem við ætluðum okkur á þessum tíma og rúmlega það. Við erum búnir að taka upp öll hljóðfæri hljómsveitarmeðlima og allar raddir. Í ágúst munum við svo taka upp strengjahljóðfæri, blástur og sitthvað fleira sem við þurfum að fá session fólk í. Þangað til verður unnið í útsetningum og pælt í möguleikum í hljóðblöndun. Í lok upptökuferilsins í ágúst verður platan einmitt hljóðblönduð og að lokum masteruð og mun hvorttveggja fara fram í Gróðurhúsinu hjá Valgeiri. Tímabilið sem um er ræðir eru dagarnir 16. til 20. ágúst eða þar um bil. Masterað eintak af plötunni verður því tilbúið í lok næsta mánaðar. Það hentar vel því þá á eftir að senda hana í framleiðslu og tekur það ferli einhvern tíma. Einnig þarf að huga að kápu, bæklingi og ýmsu öðru. Allt þetta varðar hinsvegar frekar plötuútgáfuna sjálfa, sem við munum skrifa sérstaklega um síðar, þegar þau mál eru komin meira á hreint. Það verður von bráðar.BEB

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þið ætlið að fá góða sessjonleikara (og þá meina ég virkilega góða), myndi ég tala við Jóel Pálsson.  Hann er með síðuna:  http://www.joelpalsson.com/  Tékkitout!

Jón Geir Jónsson (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 17:34

2 identicon

Session smession. Það er bara einfalt hverjir spila þetta session dæmi inn á plötuna ykkar: Tómas trinidad og gengið hans. Þetta eru dúndur góðir spilarar frá Akranesi sem taka skít og nada fyrir að lurkast í stúdíóinu tímunum saman. Alvöru hljóðvers-naglar. Þeir geta líka útsett fyrir ykkur. Tómas er útskrifaður sem tónskáld frá Listaháskólanum og svo hefur Sammi sem einnig vinnur með honum lært útsetningar í Rotterdam. Sold, eh?!

Viðar Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 18:32

3 identicon

Ég hlakka til að heyra í þessari drullu hjá ykkur hommarnir ykkar..

Hommaforingi í hommalandi (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband