10.8.2007 | 16:13
Kaupið í Sprengjuhöllinni - hún á bara eftir að hækka
Ekki stressa ykkur þó að Straumur-Fokkjúás, Exista og Forøya bank hafi lækkað niðrúr öllu valdi í dag. Seljið bréfin og kaupið ykkur bréf í Sprengjuhöllinni. Þar er allt á uppleið. Núna á eftir munu meðlmir skrifa undir útgáfusamning við Senu, sem er stærsti tónlistarútgefandi á landinu, og í haust og vetur munu hverjir stórtónleikarnir reka annan.
Sprengjuhöllin mun margborga sig sem fjárfesting. Hoppið upp í lestina áður en hún er komin á fulla ferð. Nú er tíminn.
En hvernig kaupir maður hlut í Sprengjuhöllinni? Þið getið keypt miða á tónleika, keypt plötuna okkar, boli og annað drasl. Þetta verður priceless eftir nokkur ár. Hver væri svo sem ekki til í að eiga eintakið af fyrstu útgáfu af Love me Do með Bítlunum, í dag. Þetta drasl kostar milljónir. Meira að segja barnaplatan hennar Bjarkar "Björk" frá 1977 fer á hundruð þúsunda í fyrstu útgáfu í dag. Satt.
Gleymið Exista-drullunni. Kaupið í Sprengjuhöllinni. Hún hækkar!
Mikil lækkun hlutabréfa í Kauphöll Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála. Algerlega sammála. Það er allavega algert rugl að kaupa í þessum fyrirtækjum. Þetta lækkar allt í botn um leið og maður kaupir. Það er miklu betra að fjárfesta i tónlist eins og hjá ykkur strákar. Ég hef mikið verið í Danmörku og þar er meiri peningum eytt í tónlist heldur en eitthvað fjárhættuspil á mörkuðum. Þar hugsa menn um mannveruna en ekki bara mammon. Kær kveðja frá Njarðvík. Reynir.
Reynir Ásgeirsson (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 22:33
Hvað meinarðu? Áttu við að helstu bankar, sparisjóðir og kaupsýslumenn eigi bara að leggja niður störf sín út af því að viðskiptalífið sé ekki nógu mannvænt? Þó að það hafi orðið lækkun á hlutabréfum undanfarna daga er fáránlegt að segja að "allt lækki í botn um leið og maður kaupi". Hvernig dettur þér í hug að segja þetta? Í heildina skila hlutabréf einmitt mestum hagnaði af öllum fjárfestingarleiðum. Þessi færsla áðan var djók. Dettur þér í alvöru í hug að maður græði meira á því að kaupa geisladiska, boli og annað drasl heldur en hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem mynda úrvalsvísitöluna? Hugsaðu aðeins áður en þú skrifar. Þessi færsla áðan var djók. Vá. SPRENGJUHÖLLIN
Sprengjuhöllin (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 22:39
ég ætla að kaupa miða á tónleika, boli, geisladiska og allt annað sem þið ætlið að selja..
ÓKEI!?
katrín (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.