Ný plata - Tónleikar laugardagskvöldið 1. september

Í tilefni þess að nýja platan okkar er tilbúin (ókei hún verður það næsta laugardag þegar búið verður að mastera hana) efnum við til tónleika þarnæsta laugardag, 1. september kl. 20. Hlustað verður á hina nýja plötu tvisvar sinnum og svo mun Sprengjuhöllin leika lögin á plötunni fyrir gesti. Einnig mun gestahljómsveit spila fyrir gesti en það á eftir að ákveða hverjir verða fengnir til verksins.

Líklegast verða það Miesel F eða Johnathan Nathan John, bandarískir trúbadorar sem við kynntumst í Stafangri fyrir stuttu.

"En eru þetta útgáfutónleikar?"  

Nei. Þeir verða seinna þegar umslagið og allt draslið verður tilbúið í október. Þetta eru hlustunartónleikar. Sumum kann að þykja það harla lítil ástæða til að halda tónleika.

"Hvers vegna ætti ég að borga 1000 kall til að fara á tónleika til að hlusta á plötu sem er ekki kominn út og ég verð að kaupa seinna á 2000 kall?"

1) Það  fylgir frír bjór með miðanum þannig að þetta kostar í rauninni bara 400 kall (Jóndi umboðsmaður ætlaði allavega að reyna að redda einhverju bjórsponsi þannig að þetta er eiginlega alveg pottþétt)

2) Þetta eru tónleikar með tveimur hljómsveitum og hljóðmanni og fullt af fólki sem vinnur að skipulagningu sem þarf að fá eitthvað pínulítið greitt. Líta má á hlustunina á plötunni sem einskonar bónus við það.

3) Ef þið viljið hafa einhver áhrif á gerð plötunnar þá er þetta ykkar tækifæri. Til dæmis. "Hei, afhverju er ekki Svona fer fyrir stelpunum á plötunni???" Ekkert mál. Við förum þá bara í hljóðverið og tökum það upp og setjum á plötuna. Þetta er svona lýðræðisdæmi hjá okkur. Að vísu getum við ekki breytt plötunni neitt eftir að hún er masteruð en þetta virkar pínulítið eins og þetta gæti verið svona og þess vegna set ég þetta sem númer 3.

4) Útaf því að 1) og 2) eru frekar góðar ástæður, eiginlega mjög góðar.

Organ er lítill staður og það er takmarkað mikið af miðum í boði. Eiginlega alveg mjög fáir þannig að drífið ykkur að kaupa miða á þetta sjaldgæfa fyrirbæri: hlustunartónleika Sprengjuhallarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ókei. Þetta er frekar tæpt hjá ykkur egóistarnir ykkar. Að láta fólk borga sig inn til að hlusta á eina skitna plötu með ykkur. Hvað næst? Selja aðgang að ykkur sjálfum? Hvað kostar korter með Snorra, bara svona spjall eða fara með honum útí sjoppu og kaupa djöfulsins pulsu??? 800? Ég bara spyr!! En að fara með Atla út að hlaupa, hvað kostar það, fimm hundruð þúsund??? Fávitar. Annars ætla ég að mæta á tónleikana því ég er að fíla þetta helvítis drasl í ræmur og ég hata mig fyrir það. Ég hreinlega get ekki beðið eftir að heyra þessa plötu drullukunturnar ykkar. Ohhhh hvað ég get ekki beðið. Ég er tilbúinn að borga 5000 fyrir að fá þetta fokking stykki í hendurnar fokking áðan.

Buscemi (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 21:20

2 identicon

Ertu fokking fáviti Bucsemi! Sprengjuhöllin er fokking the sjitt!! Fæddistu með naflastrengin vafðann utan um hálsinn á þér??? Varstu í hitakassa auminginn þinn!!! Svona fokkings fávitar eiga bara heima inná fokking Kleppi með öllum hinum slefandi sálfræðingakonfekktkössunum! Þu ert pottþétt svona gaur sem að fílar ávaxtaklám. Mér langar að borða börnin þín. Þú átt ekki skilið að vera hamingjusamur. AULI!

Steinthor62 (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 10:53

3 Smámynd: Sprengjuhöllin

Kæru Buscemi og Steinthor62. Sprengjuhöllin hefur þá stefnu að þurrka aldrei út neinar athugasemdir úr commentakerfinu. Við viljum ekki presentera þann raunveruleika sem hugnast okkur best heldur hinn eina sanna raunveruleika. Það verður hinsvegar ekki horft framhjá því að þegar maður sér svona klúrar og klikkaðar athugasemdir eins og frá ykkur tveimur þá vill maður helst segja viðkomandi að fokka sér. Hvaða andskotans kjaftavaðall er þetta í ykkur? Fyrst kemur Buscemi og drullar yfir hljómsveitina, kallar okkur egóista og ræðst svo persónulega að Snorra og Atla og hnykkir svo út með að kalla okkur alla drullukuntur. Hvað er að þér fávitinn þinn? Ertu bara með stæla eða ertu sauðheimskur? Þú ert ekki velkomin á tónleika með okkur hver sem þú ert hr. Buscemi. Svo ert það þú Steinthor. Ert þú viljandi að reyna að vera kjaftforasti maður á Íslandi eða var Guð bara í ógeðslega pirruðu skapi þegar hann bjó þig til? Hvað er að þér? Að vaða inn í kommentakerfi hjá okkur og þykjast taka upp hanskann fyrir okkur en eyða svo öllum tímanum í að hraunsverta annan einstakling, djöfulsins grindarbotnssaurgari geturðu verið fávitinn þinn!! Þið megið báðir fokka ykkur komma búmm búmm og það ætti að aflífa ykkur gerpin ykkar. Og ef þið ætlið að væla yfir þessu þá er okkur drullusama. Skeinið ykkur frekar með eigin andlitum. Þið eruð prentvillur á handriti Guðs og það fer að styttast í tippexið. Faggar!

Sprengjuhöllin, 24.8.2007 kl. 16:17

4 identicon

þetta finnst mér rosalega fyndið strákar, geri mér ekki fulla grein fyrir því hvort djók er um að ræða eða ekki. En ég hef húmor fyrir þessu.

Kristófer (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 19:21

5 identicon

Er "Svona fer fyrir stelpunum" ekki á plötunni? Það er skandall.

Er aldurstakmark á hlustunartónleikana?

Aníta (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 19:35

6 Smámynd: Jón Trausti Sigurðarson

20 ára aldurstakmark. Miðar fást á www.midi.is

Jón Trausti Sigurðarson, 24.8.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband