Sýking

Georg er kominn með sýkingu í einn puttann og hefur áhyggur af því að geta ekki plokkað bassann almennilega í upptökunum. Við sögðum honum að hafa engar áhyggjur. Að vísu lítur sárið út eins og þriggja mánaða gamall ostur og svo virðist hafa myndast rauðleitur taumur frá nöglinni og upp í olnboga á stráknum. Hann gæti þurft að detta inn á bráðamóttöku fljótlega, en við skulum bara sjá til. Menn hafa harkað af sér minna. Auk þess höfum við meiri trú á góðum húsráðum heldur en nútíma læknavísindum hérna í Sprengjuhöllinni. Hver þarf rándýr lyf sem heita “suphaclomexidarin” þegar maður hefur salt? Annars er þetta er mjög vel gert hjá Gogga. Við erum ekki búnir að taka upp einn tón af plötunni og hann er búinn að breyta upptökuverinu í holdsveikrarspítala. Það er farið að solla í sárinu og hljóðið minnir á graftarkraumið í Ólafi helga Haraldssyni Noregskonungi í Stiklastaðabardaga…og talandi um Noreg.

Þó við séum staddir í Reykjavík þá líður okkur eins við höfum farið til Noregs. Allt hérna í kring minnir á Noreg. Jafnvel Sprengjuhallarmeðlimir sem hafa aldrei komið til Noregs stynja “Noregur” þegar þeir líta út um gluggann hérna. Hér eru trén gróskumikil og græn, húsin með háum burstum og bílarnir ökólógískir. Þessi Noregsstemning mun kannski leka inn á plötuna. Við erum ekki alveg vissir hvort það sé gott eða ekki. Norðmenn eru að vísu frægir fyrir að gera góða popptónlist, en sú tónlist er einhvernveginn ekkert sérstaklega “norsk”. Fyrsti gæinn til að vinna World Idol var til dæmis norskur. Feiti ljóshærði pípulagningamaðurinn sem var með svo stórt frekjuskarð að það var hægt að troða fimmtíuköllum í það. Gæinn minnti á sjálfsala. Hann vinnur örugglega við eitthvað slíkt í dag. Hann er svo mikið “has-been” að leyfir fólki að stinga fimmtíuköllum upp í sig á einhverju torgi í Þrándheimi og tekur lag í staðinn. Það man ekki einu sinni neinn hvernig lagið hans hljómaði.

Og hvað er eiginlega með þetta World Idol? Er það ennþá í gangi? Ef að allt væri með felldu þá væri það vinsælasta sjónvarpsefni í heiminum. Milljón sinnum stærra en Eurovision. Eurovision fer aldrei framhjá manni. Maður fer alltaf inn í eldhús og býr til popp þegar það er Eurovision. En þetta World Idol er eitthvað misheppnað. Það er bara eitthvað flopp. Og hver nennir að ná í popp fyrir flopp? Úff.

Annars gengur þetta mjög hratt og örugglega hjá okkur. Við erum búnir að vera einn dag hérna hjá Valgeiri og platan er næstum tilbúin. Djók. Við erum ennþá að ákveða hvaða gítara við ætlum að nota o.þ.h. Ætlum að gera þetta mjög almennilega. Í dag gildir ákveðin regla. Ef þú ætlar að láta eitthvað hljóma mjög lélegt þá verður þú samt að eyða nokkrum vikum í að gera það vel og svo nokkrum vikum í að gera það aftur lélegt. Þá fyrst er eitthvað almennilega lélegt. Ef við viljum lélegt þá viljum við þannig lélegt. En við viljum reyndar ekkert lélegt heldur gott. Góða plötu. Hún verður gó’ [svo]. Meira síðar.
BEB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rugl. Líklegt að sýkingin sé svona alvarleg. OG ef hún er svo alavrleg þá er betra að fara til lækknis. Ég var annars bara að djóka áðan. Ég fýla ykkur mikið og ætlaði ekki að segja neitt ljód. Myndin er ógeðslega flott. Hvernig væri að hafa hana utan á plötunni?

bubbik (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 18:00

2 identicon

Ha ha ha ha. Ógeðslega findin snilld.

asgeirpeturs (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 18:01

3 identicon

Hvaða rugl er þessi síða. Er þetta hljómsveitin Sprengjuhöllin með blogg? Hvort haldið þið að þeir séu að skrifa þetta sjálfir eða með einhverja í vinnu við að skrifa þetta fyrir sig?

villi08 (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 18:04

4 identicon

Ha ha. Mjög sennilegt að þeir séu með einhverja i vinnu við að skrifa blogg fyrir sig:) Heldurðu að þetta sé eikkað fræg hljómsveit. Bara pínu fræg á Íslandi og varla eru soleiðis hljómsveitir með svona blogg með aðra í vinnu. Samt töf fog áfram sprengjó!!!! :) !!

saedisosk (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband