Dagur 3: Gengur vel

Nú erum við búnir að vera tvo heila daga í upptökuverinu og það gengur mjög vel. Í raun gengur svo vel að við munum örugglega sitja hérna og drekka kaffi í allan dag. Við viljum ekki að þetta gangi of vel. Í gær tókum við upp grunna að sex lögum: Partí-öld (My Date at Six). Það kostar allan heiminn. Hamingja. Flogin er finka. Frá gleymdu vori og All the Horses are Gone. Þá byrjuðum við einnig á grunninum á laginu "Síðasta bloggfærsla ljóshærða drengsins" en hættum seint í gærkvöldi þegar við vorum komnir í svefngalsa. Þá vorum við byrjaðir að experímenta með batteríslausan dverg-magnara. Málið var það að við náðum ákveðnu sándi með því að spila kassagítar í gegnum þennan magnara og sándið varð svo sérstaklega "athyglisvert" þegar batteríið gaf sig. Það fannst Míó upptökustjóra allavega og Valgeir var einnig hrifinn af þessu. Þegar þetta gerðist var upptakan hinsvegar ekki í gangi og svo tókst okkur aldrei að endurtaka þetta þegar við reyndum aftur með segulbandið í gangi.

Varðandi upptökuaðferðir. Við tökum grunnana upp á segulband, eins og það var gert í gamla daga, en svo eru þeir keyrðir yfir á stafrænt form í tölvunni og hljóðblandaðir þar. Auk þess verða öll over-dub, þ.e. upptökur sem gerðar eru ofaní grunnana (söngur og ýmis hljóðfæri) tekin upp stafrænt ofan í það mix. Við munum hefja það ferli um leið og grunnarnir eru tilbúnir, sem verður örugglega í dag.

Þetta gengur því vonum framar. Upphaflega hugmyndin var að eyða þessari viku í að taka upp grunnana og nota næsta session í ágúst í over-dubin. Við munum hinsvegar ná að byrja á þeim í þessari viku og því mun gefast meiri tími í hljóðblöndun og eftirvinnslu í ágúst og vonandi mun það gefa af sér betri og hljómfegurri plötu. Það erum við allavega vissir um.

###

Þarf að hafa smá grín i þessu bloggi líka. Ég og Georg fórum í Nettó í Mjódd í gær og keyptum nammi fyrir nokkur þúsund kall á reikning hljómsveitarinnnar. Þegar við mættum í stúdíóið urðum við hinsvegar allt í einu mjög paranoid um að Siggi myndi éta upp allt nammið á nokkrum mínútum. Við brugðum því á það ráð að fela nammið á mjög öruggum stað hér inn í hljóðverinu og núna eru allir brjálaðir út í okkur. Ég verð samt að viðurkenna að það fylgir því viss sigurtilfinning að vita af namminu á öruggum stað. Við gætum þurft að láta Sigga éta svona eins og eitt kíló af hlaupi áður en við tökum upp grunninn að "Keyrum yfir Ísland". Þessvegna er gott að nammið sé ekki búið.
BEB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þetta? Gengur þetta svona vel. Til hvers er verið að bóka svona mikið af stúdíó-sessjónum ef þið ætlið svo að negla þetta á þremur dögum? Algert rugl. Hvað er málið? Á bara að starta einhverju bloggi og gera voða show úr þessu og svo er þetta bara búið? Ég skil þetta ekki. Hvað á maður að halda. Eruð þið fávitar? Þetta eru samt rosalega góð lög. Ég hef ekki heyrt þau öll en ég held að þetta "Keyrum yfir Ísland" verði eitthvað algert sprengiefni sinnum krass búmm bang. Hlakka til að heyra svoleiðis stöff frá snillingunum í Sprengjó! Takk fyrirmig. KB

Kristján Breiðfjörð (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband